Skólanámskrá Álfatúns

Skólanámskrá Álfatúns var gefin út á 60 ára afmæli Kópavogs þann 11. maí 2015.

Í námskránni er fjallað um um leikskólann, mikilvægt samstarf heimilis og skóla og sýn okkar á nám barna.  Einnig um hugmyndafræði sem starfið í Álfatúni byggir á og leikskólaperlan er kynnt en hún er líkan af margþættu námi barnsins í leikskólanum.  Einnig er umfjöllun um lýðræði og jafnrétti, leik og nám og námsumhverfi.  Í kaflanum um samþætt og skapandi leikskólastarf er hægt að lesa um áhersluþætti leikskólans, læsi og samskipti, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menningu og daglegt líf í leikskóla.  Farið er yfir mat á námi og velferð barnanna ásamt mat á leikskólastarfinu sjálfu.

Endilega kynnið ykkur námskrána með því að smella hér.

 

Námskrá leikskóla Kópavogs

Er sameiginlegur grunnur að skólanámskrá og inniheldur það sem er sameiginlegt í starfi leikskólanna. Skáletraður texti í lok flestra kafla í námskránni er sá hluti sem hver leikskóli vinnur sérstaklega.  

Hægt er að kynna sér námskrá leikskóla Kópavogs hér