Áhersluþættir leikskólans eru málörvun, hreyfing og skapandi starf í gegnum leik. Einnig er lögð áhersla á samskipti og þess að njóta samvista með öðrum, að gefa börnum færi á að tjá hugsanir og hugmyndir eftir fjölbreyttum leiðum og styrkja sjálfsmynd þeirra. Við viljum að traust, umhyggja og jákvæðni einkenni samskipti á milli allra sem að leikskólanum koma.