Beinn sími 4415513

Á Lind verða 10 börn, fædd 2017 og 2018, skólaárið 2019 - 2020.

Við munum vinna út frá forsendum barnanna, það er getu þeirra, áhuga og forvitni. Örva skynjun, hvetja til rannsóknar og virkja ímyndunaraflið. Við munum vinna með fjölbreyttan efnivið og umhverfið. En fyrst og fremst að vinna traust þeirra og að þeim líði vel. Að allir fái notið sín og byggi upp gott sjálfsálit og sjálfstraust í skólanum okkar.

 

Lögin sem við erum að syngja  eru:

Hreyfa litla fingur -  Babú babú brunabíllinn flautar - A rammsasa - Kubba hús við byggjum brátt.

Börnin eiga hvert sitt táknið sem foreldrar hafa valið.  Syngjum við þau saman á hverjum morgni.

Starfsfólk Lindar

Starfsfólk Lindar skólaárið 2019 - 2020 eru:

Deildarstjóri er Þórunn Brynja leikskólakennari

        Sibba (Sigurbjörg) leiðbeinandi 

        Fjóla leiðbeinandi

        Bryndís leiðbeinandi

        Kristina, leiðbeinandi

        María leiðbeinandi