Beinn sími 441 5514

Á Bóli eru 17 börn fædd 2014.  Í vetur eru tveir hópar: Köngulóarhópur og Eðlu/kaktusahópur.

Við erum í hópastarfi bæði inni og úti og vinnum að hinum ýmsu verkefnum í takt við árstíma, áhugasvið og þroska barnanna. Unnið er með náttúruna og umhverfið í útiveru. Dalurinn er óspart notaður og sífelld uppspretta fyrir leik og starf þar sem við eflum félagatengsl og vináttu.

Við leggjum áherslu á læsi í ýmsum myndum, segjum sögur, lesum og semjum ljóð.  Einnig syngjum við mikið.

Þau fá einnig fjölmörg boð um viðburði sem við nýtum okkur til hins ýtrasta.

Við leggjum áherslu á að vinna með þematengd verkefni eins og „ég sjálf/ur“ ,fjölskyldan, umhverfið og dalurinn okkar í gegnum málrækt, hreyfingu og skapandi starf. Lögð verður áhersla á að auka orðaforða og tjáningu með lestri bóka, söng, sögu- og leikritaspuna. Vinnum með þulur og ljóð. Ritmál er gert sýnilegt með bókum og merkingum á hlutum og umhverfi. Farið verður í gönguferðir, styttri og lengri. Líkamsvitund, vellíðan, sjálfstæði, samkennd, félags­færni og úthald verður markmiðið með útiveru. Í skapandi starfi er virkjuð forvitni, athafnaþrá og frumkvæði barnsins.

Elstu börnin fást við ýmis krefjandi verkefni og markmiðin með þeim eru að:

 • Efla sjálfsmynd
 • Efla hugrekki
 • Efla sjálfstæði
 • Efla frumkvæði
 • Auka úthald og einbeitingu
 • Efla gagnrýna hugsun
 • Efla félagsleg tengsl
 • Vinna með áhuga barnanna
 • Efla framkomu og leikræna tjáningu
 • Stuðla að menningarlæsi með heimsóknum á menningar-stofnanir og –viðburði

Þetta verða leikskólaverkefni þar sem hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskóla eru lögð til grundvallar með leikinn sem aðalnámsleið.  Unnið er með læsi, stærðfræði og heimspekilega hugsun barna þar sem er lögð áhersla á tölur, tákn og hringrásir náttúrunnar. Börnin læri að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og náttúru og hvernig vistspor þeirra og nærsamfélagsins geta stuðlað að sjálfbærni. Elstu börnin eru mikið í dalnum og er hann notaður til hreyfingar og náttúruskoðunar. Félags­hæfni eflist á ýmsa lund og ýmislegt er brallað. Það er nauðsynlegt í nútímasamfélagi að bjóða börnum að kynnast náttúrunni og að bralla er lífsnauðsynlegt!

 

Starfsfólk Bóls skólaárið 2019-2020

Starfsfólk Bóls þetta skólaár eru:

Deildarstjóri er Guðrún Viktoría, leikskólakennari

 • Fanney Dóra, leikskólakennaranemi
 • Elena Breiðfjörð, leikskólakennari
 • Birta, leiðbeinandi
 • Elín Unnur, leiðbeinandi