Beinn sími 4415514

Á Læk eru 13 börn fædd árið 2015 og fjögur 2016.  Í vetur eru þrír hópar: Hjarta-, Álfa- og Pony/risaeðluhópur.

Hópastarfstímarnir eru bæði úti og inni. Við erum að vinna með „ég sjálf/ur“,  einnig er haustið og haustlitirnir  mikið rannsóknarefni og svo leggjum við mikla áherslu á vináttu.
Við förum mikið í dalinn okkar og þar gerast mikil og skemmtileg ævintýri.

Við leggjum áherslu á að vinna með þematengd verkefni eins og „ég sjálf/ur“ ,fjölskyldan, umhverfið og dalurinn okkar í gegnum málrækt, hreyfingu og skapandi starf. Lögð verður áhersla á að auka orðaforða og tjáningu með lestri bóka, söng, sögu- og leikritaspuna. Vinnum með þulur og ljóð. Ritmál er gert sýnilegt með bókum og merkingum á hlutum og umhverfi. Farið verður í gönguferðir, styttri og lengri. Líkamsvitund, vellíðan, sjálfstæði, samkennd, félags­færni og úthald verður markmiðið með útiveru. Í skapandi starfi er virkjuð forvitni, athafnaþrá og frumkvæði barnsins.

Starfsfólk Lækjar

Starfsfólk Lækjar skólaárið 2019-2020  eru:

Jórunn   uppeldis og menntunarfræðingur er deildarstjóri

  • Edina leiðbeinandi
  • Aurita leiðbeindandi
  • Eyrún leiðbeinandi og sinnir stuðningi
  • Heiðrún leiðbeinandi og sinnir stuðningi
  • Kristina leiðbeinandi er í fæðingarorlofi