Beinn sími 4415512

Skólaárið 2021-2022 verða á Hlíð 12 börn fædd 2019 og 2020 og eftirfarandi eru okkar áhersluþættir:

Málrækt: málörvun fer fram alla daga í gegnum leiki, spil, hlustun á sögur, söng og fleira. Stefnt er að því að auka notkun TMT (tákn með tali) en nú er það notað í samveru, söngstundum og matartímum.

Sköpun: vinnum með þemað ég sjálf/ur. Virkjum ímyndunaraflið og hvetjum til rann­sókna með fjölbreyttan efnivið. Við munum einnig vinna með árstíðir og nánasta umhverfi barnanna. Náttúrulegur efniviður verður notaður ásamt ýmiskonar efnivið sem til er í húsinu. Hóparnir verða aldursskiptir og unnið verður með félagsleg tengsl, samvinnu, umhyggju og virðingu.

Hreyfing: skipulögð hreyfistund í sal 1x í viku og frjáls tími 1x í viku. Margvíslegar þrauta­brautir, boltar, jafnvægi, þol, leikir, dans og fl. Gönguferðir í dalinn þar sem við skoðum nátt­úruna og umhverfið og eflum þau í hreyfingu. Einnig verður mikið sungið, dansað og leikið á hljóð­gjafa af ýmsu tagi bæði heimagerða og svo hljóðfæri.

 

Starfsfólk Hlíðar

Skólaárið 2021 - 2022 eru: 

Deildarstjóri er Anna Björg leikskólakennari

            Jolanta leikskólakennari

            Bubba (Guðbjörg) leiðbeinandi,

            Liliana, grunnskólakennari, 

            Kata, þroskaþjálfanemi

            Guðrún, leiðbeinandi