Beinn sími 4415512

Skólaárið 2019-2020 verða á Hlíð sjö börn fædd 2017 og fjögur börn fædd 2018 og eftirfarandi eru okkar áhersluþættir:

Málrækt: málörvun fer fram alla daga í gegnum leiki, spil, hlustun á sögur, söng og fleira. Stefnt er að því að auka notkun TMT (tákn með tali) en nú er það notað í samveru, söngstundum og matartímum.

Tenging milli skóla og heimilis: unnið verður áfram með tuskudýrið Engilráð þar sem hún fer heim með hverju barni 2x yfir skólaárið. Með henni fylgir dagbók þar   sem foreldrar eru hvattir til að ræða við barnið sitt um hvað þau voru að gera saman með Engilráð og síðan skrifa um það í dagbókina. Vinnan við dagbókina getur verið kveikjan að skemmtilegum samræðum og vangaveltum innan hópsins, en jafnframt vakið athygli barnanna og skilning á að við erum öll ólík og aðstæður okkar líka.

Sköpun: vinnum með þemað ég sjálf/ur. Virkjum ímyndunaraflið og hvetjum til rann­sókna með fjölbreyttan efnivið. Við munum einnig vinna með árstíðir og nánasta umhverfi barnanna. Náttúrulegur efniviður verður notaður ásamt ýmiskonar efnivið sem til er í húsinu. Hóparnir verða aldursskiptir og unnið verður með félagsleg tengsl, samvinnu, umhyggju og virðingu.

Hreyfing: skipulögð hreyfistund í sal 1x í viku og frjáls tími 1x í viku. Margvíslegar þrauta­brautir, boltar, jafnvægi, þol, leikir, dans og fl. Gönguferðir í dalinn þar sem við skoðum nátt­úruna og umhverfið og eflum þau í hreyfingu. Einnig verður mikið sungið, dansað og leikið á hljóð­gjafa af ýmsu tagi bæði heimagerða og svo hljóðfæri.

 

Starfsfólk Hlíðar

Skólaárið 2019 - 2020 eru: 

Deildarstjóri er Anna Björg leikskólakennari

            Jolanta leikskólakennari

            Bubba (Guðbjörg) leiðbeinandi,

            Elísa leiðbeinandi