Beinn sími 4415514
Á Læk eru 21 barn, fædd 2019 og 2020 skólaárið 2024-2025
Við erum í hópastarfi bæði inni og úti og vinnum að hinum ýmsu verkefnum í takt við árstíma, áhugasvið og þroska barnanna. Unnið er með náttúruna og umhverfið í útiveru. Dalurinn er óspart notaður og sífelld uppspretta fyrir leik og starf þar sem við eflum félagatengsl og vináttu.
Við leggjum áherslu á læsi í ýmsum myndum, segjum sögur, lesum og semjum ljóð. Einnig syngjum við mikið.
Við leggjum áherslu á að vinna með þematengd verkefni eins og „ég sjálf/ur“, fjölskyldan, umhverfið og dalurinn okkar í gegnum málrækt, hreyfingu og skapandi starf. Lögð verður áhersla á að auka orðaforða og tjáningu með lestri bóka, söng, sögu- og leikritaspuna. Vinnum með þulur og ljóð. Ritmál er gert sýnilegt með bókum og merkingum á hlutum og umhverfi. Farið verður í gönguferðir, styttri og lengri. Líkamsvitund, vellíðan, sjálfstæði, samkennd, félagsfærni og úthald verður markmiðið með útiveru. Í skapandi starfi er virkjuð forvitni, athafnaþrá og frumkvæði barnsins.
Starfsfólk Lækjar skólaárið 2024 - 2025
Deildarstjóri er Elín Unnur
Þórhalla, leiðbeinandi
Halla, leiðbeinandi