Stefnumótun í skólastarfi Kópavogs

Leikskólanefnd Kópavogsbæjar hefur mótað sér stefnu varðandi málefni leikskólans. Hér er hlekkur inn á heimasíðu Kópavogsbæjar þar sem finna má allar stefnur fyrir leikskóla Kópavogs. Þar er hægt að nálgast nánari upplýsingar um eftirfarandi stefnur:

  • Jafnréttisstefna
  • Eineltisstefna
  • Lýðheilsustefna Kópavogs
  • Stefna í sérkennslu
  • Umhverfisstefna
  • Læsisstefna

Jafnréttisstefna Álfatúns

Matarstefna Álfatúns

Áherslur í fæðuvali og matseld í leikskólanum Álfatúni
  Matartímar og borðhald hafa mikið uppeldislegt gildi og mikil áhersla er lögð á það að börnin í Álfatúni fái hollan og fjölbreyttan mat í leikskólanum.  Matartíminn á að vera notalegur tími þar sem öllum líður vel.  Þar gefst tækifæri til skemmtlegra og fræðandi umræðna.  Starfsfólk matast með börnunum og áhersla er lögð á að börnin læri almenna borðsiði.

  Vandað er til hráefniskaupa og matreitt sem mest frá grunni.  Nær allt brauð er bakað á staðnum.  Notkun unninna matvara er haldið í algjöru lágmarki en ef það er notað þá er þess gætt að hráefnið sé sem hollast og innihaldi sem minnst af aukaefnum.  Hýðishrísgrjón eru notuð sem meðlæti og í súpur og grauta.  Sykurnotkun er haldið í lágmarki og leitast við að nota sætugjafa úr öðru en hvítum sykri.  Til dæmis notum við hrásykur, hunang og rúsínur.

  Leitast er við að nota heilhveiti í matargerð í stað hvíts hveitis og er hvítu hveiti og heilhveiti blandað til helminga í bakstur og síðan bætt við öðrum grófari korntegundum og fræjum.  Eingöngu er notast við heilhveitipasta og spagettí.

  Notkun salts er stillt hóf þar sem börn eru viðkvæm fyrir saltneyslu og lífrænn grænmetiskraftur er notaður í matargerð.Smjörvi er notaður sem viðbit og íslenskt smjör og olíur eru notaðar í matseld.

  Ef barn er með ofnæmi eða mataróþol er reynt að koma til móts við þarfir þess í samráði við foreldra en ávallt þarf að skila inn vottorði frá lækni.

  Markmið leikskólans er að nýta allt hráefni það vel að sem minnst fari í lífrænan úrgang.

  Til að stuðla að góðu fæði og styðja við starfsmenn eldhúsa var ákveðið hjá Kópavogsbæ að ganga til samninga við Skóla ehf. um kaup á næringarstefnu þeirra ásamt matseðlum og uppskriftabanka.

  Matseðlarnir eru unnir af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi Skóla í takt við opinberar ráðleggingar um matarræði og næringarefni. Þar sem mismunandi næringarefni koma úr mismunandi matvælum er lögð áhersla á fjölbreytni í fæðuvali. Í anda lýðheilsustefnu Kópavogs verður lögð áhersla á að allur matur sé unnin frá grunni í eldhúsum leikskólanna sem auðveldar alla vinnu vegna ofnæmisfæðis.