Leikskólinn Álfatún er fimm deilda leikskóli sem rekinn er af Kópavogsbæ. Hann dregur nafn sitt af götunni sem hann stendur við og tók til starfa 1. október 2001.
Leikskólinn er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og er í beinum tengslum við útivistarsvæðin í dalnum. Í Álfatúni dvelja nú 84 börn með mislangan dvalartíma.
Í leikskólanum Álfatúni er mikil áhersla lögð á málörvun, hreyfingu og skapandi starf.