Þorrinn og bóndadagur

Kaldur janúar mánuður er senn á enda. Við áttum skemmtilegann fagnaðarfund saman á sal leikskólans. Bóndadagur var með breyttu sniði, þar sem bændur voru fjarri góðu gamni, að vísu voru ungir bændur hér með fallega þorrahatta. Sungin voru þorralögin af miklum krafti og gleði, sem Anna Björg og Guðrún stýrðu. Þá er bara að þreyja þorrann.