Haust og aðlögun.

Við erum enn að taka á móti nýjum börnum og foreldrum og það mun standa eitthvað lengur fram á haustið. Eldri deildar fóru að venju í gönguferðir í tengslum við Dag náttúrunnar og í framhaldinu hafa allar deildar verið að leika sér með lauf og greinar og annan efnivið úr náttúrunni. Svo njótum við veðurfarsins, Það er gaman að leika í rigningunni hoppa í pollum og búa til læki, fossa og kannske súpur. Hlaupa í rokinu og finna vindinn blása í andlitið. Svo er líka gott þegar sólin yljar.