Sumarhátíð foreldrafélagsins.

Í gær var haldin sumarhátíð í garðinum. Í garðinn kom hoppukastali um morguninn sem gladdi mjög. Svo var samsöngur og töframaður kom og skemmti börnum, foreldrum og starfsfólki. Blöðrumaður kom og bjó til alls konar blöðrufyrirbæri og svo var krítað og sápukúlur eltar um allan garð. Boðið var upp á grillaðar pylsur og djús.