Mánudagurinn 25. ágúst

Komið þið sæl. 

Það er búið að ganga vel fyrstu dagana og gaman að hitta ykkur öll :)

Á mánudaginn, 25. ágúst verða börnin ykkar með okkur í hvíldinni. Það sem þarf að koma með fyrir hvíldina er koddi, sæng eða teppi og lak (60x120 cm, dýnur eins og í rimlarúmum). Ef börnin ykkar eru vön að sofa með eitthvað annað eins og t.d. bangsa að þá megið þið endilega koma með þá.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun!

Kveðja
Starfsfólkið á Lind