Alþingi sótt heim.
Elstu börnin hafa verið á faraldsfæti í allt haust og vetur. Farið m.a. í Árbæjarsafnið, Perluna, Þjóðleikhúsið og Hörpuna og nú síðast fengu þau að kíkja inn í Alþingishúsið. Þar fannst þeim mjög gaman að hlusta á hljóplistaverk og einnig fengu þau að kjósa um hvað þau myndu vilja leggja áherslu á ef þau fengju tækifæri til að sitja á þingi. Hvort það væru menntamál, heilbrigðismál, gatnakerfið eða löggæslan. Þeim voru sýndar myndir af skóla, spítala, lögreglu og götum. Niðurstaða þeirra að lokinni kosningu var að leggja áherslu á löggæsluna.