Fjölmenningardagar.

Í mars höfum við gjarnan gert fjölmenningu hærra undir höfði en dagsdaglega. Í ár var markmiðið að skapa umræðuvettvang hjá eldri börnunum um hvað er likt og ólíkt með þjóðum heims varðandi fatnað, matarmenningu, tungumál og fleira. Yngri börnin voru meira að uppgötva að við erum ekki öll eins. Þetta ár vorum við með svokallað flæði einn dag þar sem voru settar upp stöðvar og börnin fóru um húsið. Fengu að smakka framandi ávexti, hlusta á tónlist frá ólíkum menningarheimum, skoða myndir og bækur og spila á alls konar hljóðgjafa. Dagurinn heppnaðist mjög vel og allir voru ánægðir.