Desember í Álfatúni.

Desember er langt kominn og börn og starfsfólk hafa notið aðventunnar saman. Bakað, skreytt og farið í gönguferðir að skoða jólaljós. Ásamt alls konar jólastússi. Dansað var í kringum jólatréð og birtist Bjúgnakrækir á balli eldri barnanna og vakti það mikla gleði þeirra, Síðan fór hann út til yngri barnanna og flest þeirra kunnu vel að meta heimsóknina. Einnig bar jólastund í garðinum með foreldrum þar sem boðið var upp á piparkökur og súkkulaði með rjóma. Mjög notaleg stund í kulda og stillu.