Nóvember.
Í nóvember leggjum við ríkari áherslu á vináttu en aðra mánuði ársins þar sem þar er dagur Barnasáttmálans og Grænn dagur í samfélaginu sem við tölum um sem Dag vináttunnar. Efsta hæðin ræðir saman um vináttuna, hvað er að vera vinur, hvað merkir að vera vinur og hvernig sýnum við sjálf vináttu. Í kringum Dag Barnasáttmálans munu börnin velja sér eina grein Sáttmálans og skoða og myndskreyta. Hlíð, Lind og Björk völdu sér 2. greinina sem fjallar um að allir eru jafnir. Börnin stimpluðu fingrafarið sitt á blað sem verður svo í fataklefunum til skiptis. Á græna deginum fór elsti árgangurinn í gönguferð með Snælandsskóla þar sem 10. bekkingar sóttu þau hingað. Við sem vorum hér fórum í vinagöngu í garðinum okkar og sungum saman og áttum notalega stund.