Opið hús

Þann 11. maí sl. var opið hús í leikskólanum og var gott að fá alla foreldra aftur í hús. Sett voru á veggi sýnishorn frá vinnu barnanna í vetur og einnig fengum við góða gesti. Maximús músikmús kom um morguninn og svo mættu Mikki mús og Mína eftir hádegi. Samsöngur var í garðinum og svo fengum við okkur kaffi, djús og kleinur. Góður dagur.