Myndbönd fyrir foreldra/Videos for parents

Rannsókna- og fræðslustofa um þroska, læsi og líðan barna hefur útbúið 2 fræðslumyndbönd um málþroska fyrir foreldra. Fyrra myndbandið er Málörvun leikskólabarna og hið seinna Fjöltyngd börn í íslenskum leik- og grunnskólum. Það síðarnefnda er með textum á nokkrum
tungumálum. Myndböndin fjalla um það hvernig foreldrar geta stutt við málþroska barna sinna og þar með gengi þeirra í námi. Myndböndin má sjá hér