Foreldrafélag Álfatúns
Starfrækt er foreldafélag í Álfatúni. Markmiðið með starfsemi þess er samkvæmt lögum félagsins að tryggja sem best velferð barnanna í leikskólanum. Félagsmenn eru allir þeir sem eiga börn í leikskólanum. Foreldrafélagið stendur fyrir ýmsum atburðum á hverju skólaári, svo sem leiksýningum, sveitaferðum, jólaböllum, sumarhátíð, leikskólaljósmyndun og svo framvegis.
Stjórn foreldrafélags
Stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2024-2025 skipa:
Símon foreldri á Læk
Sandra foreldri á Læk og Björk
Þórdís foreldri á Læk
Erna foreldri á Hlíð
Siguður foreldri á Lind
Kolbeinn foreldri á Læk
Jóhanna foreldri á Bóli
Tengill leikskólans við foreldrafélagið er Elena Sævarsdóttir leikskólakennari.
Lög foreldrafélags Álfatúns
Á aðalfundi foreldrafélagsins 3. október 2012 voru samþykkt ný lög foreldrafélagsins.
1.gr. Félagið heitir Foreldrafélag Leikskólans Álfatúni.
2.gr. Félagið er til heimilis að Álfatúni 2 Kópavogi.
3.gr. Markmið félagsins er að tryggja sem best velferð barna á leikskólanum.
4.gr. Leiðum til að ná markmiðum sínum skal félagið móta á aðal- og félagsfundum. Bókfæra skal allar ákvarðanatökur.
5.gr. Félagar eru allir sem eiga börn á leikskólanum. Einnig geta starfsmenn orðið félagar óski þeir eftir því.
6.gr. Stjórn skal kosin á aðalfundi. Hún skal skipuð 6 fulltrúum; formanni, gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnendum. Í nefndinni skal einnig sitja einn fulltrúi frá leikskólanum. Stjórnin skiptir með sér verkum.
7.gr. Aðalfundur skal boðaður með minnst viku fyrirvara á bilinu 1. september til 15. október. Aðeins er hægt að breyta lögum félagsins á aðalfundi.
8.gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi og greiðsluseðlar sendir út í upphafi haust- og vorannar. Séu systkini skal borga ½ gjald umfram 1 barn.
9.gr. Stjórn félagsins miðlar upplýsingum til foreldra og forráðamanna eins og þurfa þykir, ýmist með fréttablöðum, tilkynningum eða tölvupósti.
Kópavogur 3. október 2012