Sími 441 5500 

SOS-styrktarbarn Álfatúns

SOS-styrktarbarn Álfatúns

Leikskólinn hefur nú í nokkur ár styrkt barn í SOS-barnaþorpi í Malaví.  Það er hún Mercy Ernest sem býr þar ásamt systur sinni, en báðir foreldrar þeirra eru látnir. 

Við fengum nýlega bréf frá SOS-barnaþorpinu Blantyre þar sem Mercy býr með upplýsingum um stúlkuna og fylgja þær hér að neðan.

Mercy hefur búið í barnaþorpinu síðan 2010 og er henni lýst sem yndislegri stúlku sem elskar að vera með og hugsa um vini sína.  Hún er fljót að læra og fylgir leiðbeiningum kennara sinna vel.  Mercy er góð í íþróttum, getur hlaupið, hoppað, kastað bolta og gripið hann.  Þó að Mercy eigi stundum erfitt með að halda athygli þá gengur henni samt sem áður vel að læra.  Hún þekkir litina, getur talið upp í 10 og þekkir og nefnir alla stafina í stafrófinu.

Mercy langar að verða læknir þegar hún verður orðin stór til þess að geta hjálpað veiku fólki á spítalanum.  Hún elskar að segja sögur og leika við SOS systur sína sem heitir Tadala.

Þrátt fyrir að vera ung þá hjálpar Mercy til við heimilisstörfin.  Hún vill hjálpa til við að þvo diskana eftir matinn og sópa pallinn.  Þegar hún er búin í skólanum á dagin fær hún sér að borða og fer svo að leika við vini og elskar að vera á vegasaltinu sem er bak við húsið hennar.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica