Sími 441 5500 

Tákn með tali

Tákn með tali

Hvað er Tákn með tali?
 
Tákn með tali:
  • Er tjáskiptaaðferð, sem er ætluð heyrandi fólki, bæði börnum og fullorðnum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða.
  • Nýtist börnum með erlent móðurmál sem eru að aðlagast nýju málumhverfi.
  • Er notað til almennrar málörvunar fyrir ung börn hérlendis og erlendis.
  • Örvar málvitund og málskilning barna.
Í TMTeru táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð hverrar setningar, eitt eða fleiri, táknuð. Málumhverfið verður því skýrara fyrir barnið og tjáning auðveldari.
 
Táknunum er skipt upp í tvo flokka:
1. Náttúruleg tákn - byggjast á því að athöfn er leikin eða eiginleikum lýst.
2. Sameiginleg/samræmd tákn - eru flest fengin að láni úr táknmáli heyrnarlausra.
(Upplýsingar fengnar af vef Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og tmt.is)
 Þetta vefsvæði byggir á Eplica