Sími 441 5500 

Sérkennsla

Sérkennsla í leikskólanum Álfatúni

 

serkennsla

Þó að öll börn eigi meira sameiginlegt en það sem aðgreinir þau, þá eru þau samt sem áður í eðli sínu ólík og hafa misjafnar þarfir.  Í barnahópnum hverju sinni geta verið langveik börn, börn með fötlun, börn sem eiga við tjáskiptaörðugleika að etja, börn sem eiga við félagslega-  eða tilfinningalega erfiðleika að etja  og einnig eru í leikskólanum börn frá ólíkum menningarheimum sem eru tvítyngd og jafnvel í sumum tilfellum fjöltyngd. 

Innan leikskólans á hverju barni að vera tryggðar aðstæður til náms og þroska samkvæmt íslenskum lögum. Í þessu felst að leikskólanum er ætlað að jafna uppeldis- og námsstöðu allra barna og er það gert  með sérkennslu.  Sérkennsla er því viðbótarúrræði handa þeim einstaklingum sem vegna aðstæðna sinna þurfa sérhæfðar leiðir til að þroskast og læra í samfélagi við önnur börn í skólanum.   Sérkennsla fer alla jafna fram í hópnum með öðrum börnum. 

Herdís Hersteinsdóttir er sérkennslustjóri í Álfatúni. Hægt er að hafa samband við Herdísi í leikskólanum í síma 5646266 og í gegnum netfangið herdish@kopavogur.is

Hlutverk sérkennslustjóra er meðal annars að stjórna skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra.  Einnig annast sérkennslustjóri frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna leikskólans og er faglegur umsjónarmaður sérkennslu.

Sérkennslustjóri hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrg á gerð einstaklingsnámsskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu. En einnig að áherslum um kennslu annarra sérfræðinga sé framfylgt í leikskólanum og að skýrslur séu gerðar.

Mikilvægur hluti starfs sérkennslustjóra er foreldrasamvinna.  En lögð er áhersla á að unnið sé í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barna sem njóta sérkennslu í leikskólanum.

Sérkennslustjóri vinnur einnig náið með sérkennsluráðgjöfum leikskólaskrifstofu, sem og sálfræðingi, iðjuþjálfa og talmeinafræðingi sem tengjast leikskólanum vegna barna sem njóta sérkennslu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica