Sími 441 5500 

Læsisstefna Álfatúns

Læsisstefna Álfatúns

Læsi er einn af grunnþáttum menntunar og á að flettast inn í allt starf leikskólans.   

Starfshættir eiga að stuðla að fjölbreyttu og hvetjandi umhverfi sem eflir áhuga barnanna á læsi. 

Nota skal fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir sem stuðla að jákvæðu viðhorfi til læsis, auka færni og gefa börnum færi á að tjá sig á margvíslegan hátt. Nýta skal hvert tækifæri til að spjalla saman, t.d. í leik, við matarborðið, í fataherbergi og við skiptiborðið, setja orð á alla hluti og athafnir. 

Lesa á hverjum degi, nota samræðulestur og vera í litlum hópum.  

Læsi snýst þó ekki einungis um að geta lesið heldur felur það í sér að geta skynjað, skilið, túlkað gagnrýnt og miðlað texta eða táknum í víðum skilningi.  Hvort sem það er ritmál, myndmál, talmál, tölur eða önnur kerfi tákna. 

Hæfileikinn til að geta lesið og skilið byggir á mörgum þáttum sem byrja að þróast á leikskólaaldri eins og hljóðkerfis – og hljóðvitund, lesfimi, lesskilningi, hljóðrænni umskráningu og orðaforða. 

Leikur er aðalnámsleið barna á leikskólastigi og því þarf leikumhverfi barnanna að styðja við alla þessa þætti. 

Hægt er að kynna sér læsisstefnu Álfatúns nánar með því að smella hér.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica