Sími 441 5500 

Efni skipulagsdaga í Álfatúni

Efni skipulagsdaga í Álfatúni

Leikskólum Kópavogs var úthlutað 5 skipulagsdögum fyrir skólaárið 2017-2018.
Meirihluti þeirra er samræmdur við starfsdaga grunnskóla hverfisins, sem er Snælandsskóli.

Skipulagsdagar eru mikilvægir þáttur í starfi Álfatúns en á þeim er starfið innan skólans skipulagt, starfsfólk tekur þátt í námskeiðum og situr fyrirlestra sem tengjast starfinu.  

Skipulagsdagurinn 21. ágúst 2017:
Deildarfundir voru á öllum deildum leikskólans.  Farið var yfir líðan barna, skipulag á hverri deild fyrir sig, samskipti starfsfólks og með hvaða hætti unnið er að jákvæðum skólabrag í Álfatúni. Skipulag vetrarstarfsins var kynnt, farið yfir atriði á skóladagatali og rætt var um starfsmannahald á haustmisseri.

 

Hér að neðan má sjá efni skipulagsdaganna skólaárið 2016-2017.
Skipulagsdagurinn 18. janúar 2016:
Deildarfundir á öllum deildum, farið yfir líðan barna, skipulag, samskipti starfsfólk og hvað hægt er að leggja af mörkum til að gera alla daga góða.
Fyrirlestur leikskólakennaranna Birte og Immu á leikskólanum Urðarhóli um Börn og bækur.
Umræður um bókakost leikskólans, hvernig lesið er með börnum og umgengni bóka.
Lilja leikskólastjóri fer yfir námskrá leikskólans og fer yfir hvað er á döfinni.
Starfsfólk deilda hugar að umhverfi og leikefnivið Álfatúns, farið er yfir efni til hlutverkaleiks, einingakubba, merkingar á efniðvið fyrir börnin.
Umræður um sjónrænt skipulag á deildum.

Skipulagsdagurinn 29 janúar 2016:
Deildarfundir
Fyrirlestur Guðrúnar Bjarnadóttur leikskólaráðgjafa um leik og samskipti.  Umræður inni á deildum í kjölfarð.
Brunaæfing og farið yfir hagýtar upplýsingar.

Námskrá og hugmyndafræði Álfatúns - hópumræður þvert á deildir.

Skipulagsdagurinn 14. nóvember 2016: 

Kynning á jafnréttisáætlun leikskólans og umræður um hana  undir stjórn Lindu.
Fyrirlestur Jönu og Herdísar um málörvun ungra barna.
Guðrún og Gunnhildur segja frá námskeiðinu Að uppgötva og leika í náttúrunni. 
Fanney greinir frá námskeiðinu Skapmikil börn sem hún fór á.
Deildarfundir

Skipulagsdagurinn 16. janúar 2017:                                                                                                                                 Brunaæfing - farið yfir viðbrögð og unnið að úrbótum ef þurfa þykir.                                                                                        Innra mat leikskólans, útisvæði og fleira.                                                                                                                            Deildarfundir þar sem farið er yfir niðurstöður Ecers kvarða sem er innra mat leikskóla Kópavogs á gæðum í starfi.  Undirbúningur foreldraviðtala, umræður um samskiptabækur og fleira.                                                    Leikskólaheimsóknir eftir hádegi, eldri deildar fara á leikskólann Akra og kynna sér vinnu þar með sögupoka.  Yngri deildar fara á leikskólann Sæborg og kynna sér skapandi starf og skráningu í starfi með börnum.

 


 


 


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica