Sími 441 5500 

Námskeið

Námskeið

 

 

Hér má finna yfirlit yfir námskeið sem tengjast börnum og barnauppeldi.

 

Uppeldi sem virkar - námskeið haldið er á vegum heilsugæslunnar.

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir. Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri.

Samskonar námskeið eru haldin víðar um landið, t.d. á vegum heilsugæslu, félags- eða skólaþjónustu. Allir leiðbeinendur eru fagmenntaðir og hafa fengið sérstaka þjálfun á vegum ÞHS.

Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir og nær yfir 4 vikur. Tímar eru einu sinni í viku, tvær klukkustundir í senn. Þátttakendur þurfa að skrá sig og greiða fyrirfram og er ætlast til að mætt sé í öll fjögur skiptin. Námskeiðsgjald er 9.300 kr. fyrir einstaklinga og 11.500 kr. fyrir pör. Niðurgreitt er fyrir atvinnulausa foreldra.  

Hægt er að kynna sér hvenær námskeiðin eru haldin á heimasíðu heilsugæslunnar eða með því að smella hér.

Önnur námskeið á vegum heilsugæslunnar eru

  • Snillingarnir er námskeið fyrir börn sem greinst hafa með ADHD til að þjálfa þau í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli.

 

sjá nánar um þau hér.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica