Sími 441 5500 

Efni um málþroska

Efni um málþroska

  • Við vekjum athygli á hópnum Babbl og spjall - Málþroski barna 0 - 3ja ára á Facebook en markmið þessa hóps er að koma á framfæri þekkingu og upplýsingum um mikilvægi málþroska ungra barna. Á bakvið hópinn standa talmeinafræðingar.
  • Tungumál er gjöf er nýr vefur sem við mælum með.  Öll börn þurfa að læra tungumál og sum börn þurfa að læra fleiri en eitt tungumál strax á unga aldri. Tungumál er gjöf er vefur fyrir leikskóla þar sem markmiðið er að efla mál og læsi barna sem læra íslensku sem annað mál, í samvinnu við foreldra.

Og þó að vefurinn sé ætlaður foreldrum barna sem læra íslensku sem annað mál þá nýtast hugmyndirnar þar öllum börnum.  Við bendum sérstaklega á hlekkinn málörvun heima.

  • Hægt er að nálgast bæklinga sem skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út um málþroska barna og lesskilning í samstarfi við Árósarborg hér
  • Á heimasíðu Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands er einnig að finna greinargóðar upplýsingar sem tengjast málþroska barna. Smellið hér til að skoða þetta efni nánar.
  • Á síðunni Lærum og leikum með hljóðin svarar Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur nokkrum algengum spurningum sem vakna hjá foreldrum varðandi málþroska barna og frávik í honum. Smellið hér til að lesa spurningar og svör um efnið.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica