Sími 441 5500 

Endurmenntun starfsmanna

Endurmenntun starfsmanna Álfatúns

Við í Álfatúni teljum það mjög mikilvægt að starfsfólk hafi tækifæri til að eflast, vaxa og þroskast í starfi.  

Mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni er endurmenntun starfsmanna.

Á skólaárinu 2018-2019 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar:

Herdís sérkennslustjóri sat námskeið á vegum Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins í skráningu og þjálfun.  Einnig sat hún Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríksins Framtíðin er núna, snemmtæk íhlutun barna með þroskafrávik.

Kristina fór á námskeið á vegum Greiningar og ráðgjafastöðvar ríkisins í atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik og námskeið í skráningu og þjálfun.

Þórunn á Læk og Eyrún á Lind fóru á 18 klukkutíma nýliðanámskeið á vegum leikskóladeildar Kópavogs.  Fjallað var um Aðalnámskrá leikskóla, vinnugleði og vinnusiðferði og réttindi og skyldur. Lögð er áhersla á hlutverk starfsmanna í leik og starfi barnanna og samvinnu í allri sinni fjölbreyttu mynd. Leikurinn sem hefur stærstu hlutverki að gegna í leikskóla, er skoðaður s.s. hvernig þróast leikur hjá börnum og hvað hefur áhrif á leik barna. Einnig eru skoðaðar barnabækur, hvernig lesum við fyrir börn, hvernig veljum bækur og hvaða fjölbreytni höfum við upp á að bjóða. Fjallað er um flesta þætti í daglegu lífi í leikskóla eins og máltíðir, hvíld, útiveru, skapandi starf og samverustundir svo eitthvað sé nefnt. 

Allt starfsfólk leikskólans sat eftirfarandi fyrirlestra á starfsdögum leikskólans á haustönn 2018:

Á skólaárinu 2017-2018 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar:

Herdís sérkennslustjóri tók þátt í vinnustofum Dr. Karen Toussaint um áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar og kennslu félagslegrar hegðunar til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun en samtök um atferlisgreiningu stóðu fyrir þeim. Einng sat hún námskeið í notkun myndræna boðskiptakerfisins PECS (Picture Exchange Communication System).  PECS er óhefðbundin tjáskiptaleið þar sem áhersla er lögð á að þjálfa frumkvæði til að hafa boðskipti við aðra.

Jana deildarstjóri Bóls heimastofu sat námskeiðið Lubbi í leikskólastarfi og tenging við grunnskóla: skapandi og árangursrík vinna með mál, tal og læsi. En þar var fjallað um námsefnið Lubbi finnur málbein eftir talmeinafræðingana Eyrúnu Ísfold Gísladóttur og Þóru Másdóttur.

Þær Guðrún Viktoría deildarstjóri Lækjar heimastofu og Fanney Dóra á Bóli heimastofu fóru á námskeiðið Kvíði leikskólabarna þar sem Elísa Guðnadóttir, sálfræðingur fjallaði um eðli kvíða og hvernig hann birtist hjá börnum á leikskólaaldri. Hvaða umhverfisþættir geta ýtt undir og viðhaldið kvíða og hverju umönnunaraðila geta breytt til að takast á við hann.  Kynntar voru fyrirbyggjandi aðferðir, leiðir til að kenna hugrekkishegðun og draga úr kvíðahegðun og bregðast við kvíða á árangursríkan hátt.  

Allt starfsfólk sat eftirfarandi fyrirlestra á starfsdögum leikskólans á skólaárinu:

  • Fyrirlestur um barnavernd og hlutverk barnaverndarnefnda 
  • Fyrirlestur um nvitund á vegum Leikur að læra
  • Fyrirlestur um náttúrulega kennslu frá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins


 Á skólaárinu 2016-2017 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar:

Alcinda matráður fór á námskeiðið Áhrif matar á hegðun barna, heilsu og líðan.

Brynja deildarstjóri á Björk fór á námskeiðið Menningarnæmi og fjölmenning.

Elena á Bóli fór á námskeið um þjónustu við börn með heilatengda sjónskerðingu.

Fanney á Bóli fór á námskeiðið Skapmikil börn.

Guðrún Viktoría deildarstjóri á Læk fór á námskeið um útikennslu.

Gunnhildur deildarstjóri á Bóli fór á námskeið um útikennslu og skráningu á námsferli barna.

Herdís sérkennslustjóri hefur farið á fyrirlesturinn Samræðulestir - lifandi lestraraðferð, Málþroski og læsi - færni til framtíðar, Menningarnæmi og fjölmenning.  Einnig sat hún námskeið um þjónustu við börn með heilatengda sjónskerðingu .

Jana á Bóli hefur þetta skólaárið sótt eftirfarandi námskeið, Læsið mitt, Að lesa og leika, list er góð, Tengsl málþroska og lesskilnings, Málþroski og læsi - færni til framtíðar og Samræðulestur - lifandi lestraraðferði.  

Lilja leikskólastjóri fór á námskeiðin Kvíði barna og Menningarnæmi og fjölmenning.

Silja deildarstjóri á Lind fór á námskeiðið Kvíði barna.


Á skólaárinu 2015-2016 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar:

Birta á Lind hefur stundað nám í Leikskólabrú í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. 

Herdís sérkennslustjóri hóf meistaranám í sérkennslufræðum í Háskóla Íslands.


Á skólaárinu 2014-2015 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar til að bæta við þekkingu sína og færni:

 Alcinda matráður og Gunnfríður aðstoð í eldhúsi sóttu námskeið í Iðunni fræðslusetri þar sem fjallað var um sjálfbærni, minnkun á matarsóun og hvað starfsfólk eldhúsa getur lagt af mörkun varðandi þetta mikilvæga efni.

Silja deildarstjóri á Lind og Lilja leikskólastjóri sátu námskeið Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríksins um Tákn með tali.

Elín á Læk fór á námskeiðið Kynning á leikskólastarfi sem er námskeið fyrir nýtt starfsfólk leikskóla Kópavogs og einnig á námskeiðið Málörvandi spil og leikir.

Herdís sérkennslustjóri sat námskeið Tölvumiðstöðvar fatlaðra um notkun spjaldtölva í sérkennslu, námskeið Þroska- og hegðunarstöðvar um uppeldi barna með ADHD og einnig fyrirlestur frá Barnavernd og Áttunni - uppeldisráðgjöf um samstarf við leikskóla. Einnig hefur hún setið námskeiðið Klókir krakkar hjá Þroska- og hegðunarstöð en það fjallar um börn með kvíða.

Nína þroskaþjálfi á Hlíð fór á námskeið Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins um skipulagða kennslu, það er kennslu einhverfra barna út frá TEACCH líkaninu.

Allt starfsfólk í Álfatúni fór í janúar 2015 á námskeið í skyndihjálp.Þetta vefsvæði byggir á Eplica