Vinamánuður - vinaganga

Í nóvember er grænn dagur sem er baráttudagur gegn einelti og smám saman hafa vinátta og Barnasáttmálinn fengið meira og meira vægi í starfi okkar þann mánuð svo núna er nóvember tileinkaður vináttu og Barnasáttmálanum hér í Álfatúni. Á græna deginum voru fagnaðarfundir á efstu hæð og miðhæð þar sem ekki er hægt að koma öll saman vegna samkomutakmarkanna. Sungið var um vináttu og svo fóru Ból og Lækur í vinagöngu saman.