Haustið

Haustið fer vel af stað hjá okkur í þessu blíðskaparveðri sem september hefur boðið upp á. Aðlögun yngri barna er í fullum gangi, öll börn komin í hús og eru að finna sig inn á sínum deildum. Hjá eldri deildum er hauststarf komið í fullan gang, meðal annars hópastarf og gönguferðir.
Allir njóta þess að vera saman í leik bæði úti og inni.