Sumarhátíð

Sumarhátíðin var haldin á miðvikudaginn 22.júní sl. Við fengum góða gesti, Línu Langsokk og Blaðrarann. Það var líka hoppukastali og grillaðar pylsur. Það var gaman að sjá hvað var fjölmennt þrátt fyrir rigningu. Foreldrafélagið gaf leikskólanum nýtt grill og þökkum við kærlega fyrir það.