Vinaganga í garðinum.

Mánudaginn 8. nóvember fór elsti árgangurinn í vinagöngu með Furugrund, Grænatúni og Snælandsskóla. Við sem vorum heima ákváðum að skella okkur í vinagöngu í garðinum okkar. Eldri börnin voru hvött til að leiða litlu börnin og svo var gengið kringum traktorinn og sungin vinalög. Þetta reyndist hin besta skemmtun.