Dagur leikskólans.

Þann 6. febrúar á Degi leikskólans hefur skapast sú hefð hér í Álfatúni að við höfum útbúið spjöld með texta sem segir frá leikskólanum okkar og fyrir hvað hann stendur. Börnin hafa myndskreytt spjaldið og síðan afhenda þau foreldrum sínum sem eru beðin að setja þau upp á vegg á vinnustað sínum. Elstu börnin hafa síðan gengið i fyrirtæki og afhent sams konar spjöld. Við teljum þetta skemmtilega hefð og finnst gaman að heimsækja fyrirtækin og sjá spjöldin upp á vegg.