Sími 441 5500 

Stefna og framtíðarsýn leikskóla Kópavogs

Stefna og framtíðarsýn leikskóla Kópavogs

STEFNA OG FRAMTÍÐARSÝN LEIKSKÓLA KÓPAVOGS

Stefna Kópavogsbæjar er að leikskólar bæjarins séu leiðandi í uppeldi, menntun og þjónustu. Starfsmenn leikskólanna eru lykill að velgengni og árangri bæjarins í uppeldis- og menntamálum. Þess vegna leggur Kópavogsbær áherslu á að bjóða starfsmönnum og börnum skapandi og ánægjulegt starfsumhverfi, þar sem áherslan er á menntun, mannauð, öryggi, samvinnu og gæði.

 

GILDI LEIKSKÓLA KÓPAVOGSBÆJAR ERU

MENNTUN BARNANNA                                                                                                                                      Kópavogsbær leggur ríka áherslu á að leikskólar Kópavogs taki mið af framsæknum hugmyndum, en byggi jafnframt á grunni hefða og reynslu. Leikskólar bæjarins marki sér sérstöðu og sýni faglegt frumkvæði.

Leiðir til að tryggja menntun eru að:

• Uppeldisstarf leikskólanna byggi á lögum og reglugerðum um leikskóla, gildandi námskrám og stefnumótandi ákvörðunum hverju sinni.

• Starfsaðferðir byggi á traustum fræðilegum grunni.

• Leikskólar skipuleggi starf sitt fyrst og fremst með þarfir og hagsmuni barna að leiðarljósi.

• Í leikskólunum sé stuðlað að vellíðan, alhliða þroska og námi hvers barns.

• Öflugur þróunarsjóður stuðli að faglegri þróun í leikskólum bæjarins.

 

MANNAUÐUR                                                                                                                                                                            Hæfir og góðir stjórnendur, leikskólakennarar og starfsfólk er uppspretta öflugs starfs leikskóla bæjarins. Kópavogsbær telur mikilvægt að hlúa vel að mannauðnum til þess að þekking og faglegt frumkvæði haldi áfram að marka leikskólum bæjarins sérstöðu.

Leiðir til að tryggja mannauðinn eru að:

• Leikskólar Kópavogs starfi í samræmi við starfsmannastefnu bæjarins og leikskólanna.

• Stefnt skuli að því að stöður við leikskóla Kópavogs séu skipaðar faglærðu fólki.

• Ófaglærðir fái hvatningu og stuðning til starfsmenntunar og eða leikskólakennaramenntunar.

• Stuðlað sé að sí- og endurmenntun starfsfólks

• Leikskólar Kópavogs efli samstarf við háskóla og aðrar menntastofnanir, til að tryggja leikskólunum fagmenntað starfsfólk.

• Áhersla sé lögð á stöðugleika í starfsmannahaldi.

 

ÖRYGGI                                                                                                                                                                              Góður aðbúnaður í leikskólum er ein af forsendum þess að börn og starfsmenn nái árangri. Starfsumhverfi stuðli að öryggi og vellíðan barna og starfsmanna og laði fram það besta í hverjum einstaklingi.

Leiðir til tryggja öryggi eru að

• Öryggisstaðlar séu virtir. Áætlanir um öryggismál séu til staðar í öllum leikskólum og endurskoðaðar reglulega.

• Húsnæði, lóðir og búnaður leikskólanna séu í samræmi við kröfur um gæði og öryggi starfsmanna og barna.

• Í eldri leikskólum sé unnið að nauðsynlegum endurbótum til að uppfylla kröfur á hverjum tíma.

• Til staðar sé áætlun til að bregðast við slysum og áföllum.

 

SAMVINNA                                                                                                                                                              Kópavogsbær leggur áherslu á samvinnu leikskóla og samfélags. Leitast skal við að koma til móts við óskir foreldra að svo miklu leyti sem það stangast ekki á við starf leikskólans.

Leiðir til að tryggja samvinnu eru að:

• Efla samvinnu og samskipti heimila og leikskóla.

• Efla samstarf við félög foreldra í leikskólum.

• Efla samstarf við grunnskóla og aðrar stofnanir í nágrenni leikskólans.

 

GÆÐI                                                                                                                                                                    Kópavogsbær leggur áherslu að farið sé að ítrustu gæðakröfum í starfi og umhverfi leikskóla sinna.

Leiðir til að tryggja gæði eru að

• Stuðla að jákvæðum starfsanda meðal barna og starfsfólks.

• Leikskólar Kópavogs starfi samkvæmt sérstakri umhverfisstefnu, jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og starfsmannastefnu leikskóla.

• Gæða- og þjónustukannanir séu gerðar reglulega og leikskólastarfið metið með viðurkenndum stöðlum og matsaðferðum.

• Stuðlað sé að heilbrigði í hvívetna, m.a. með hreyfingu ásamt hollri og næringarríkri fæðu.

• Hönnun húsnæðis taki mið af þörfum starfseminnar hverju sinni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica