Sími 441 5500 

Lind

Lind

Beinn sími 441 5513

Á Lind verða 11 börn á aldrinum 2 til 4 ára skólaárið 2018 - 2019.

IMG_5002Við munum leggja áherslu á sjálfbærni og vísindi ásamt því að vinna með þemað „ég sjálfur“, árstíðir og liti. 

Við munum vinna út frá forsendum barnanna, það er áhuga og forvitni þeirra, örva skynjun, hvetja til rannsóknar og virkja ímyndunaraflið. Við munum vinna með fjölbreyttan efnivið og umhverfið verður mikið skoðað og náttúrulegur efniviður verður einnig notaður. Við munum einnig fara í ýmiskonar rannsóknarvinnu með t.d. ljós, skugga, liti og form og vatnið.

Mikil málörvun verður þar sem við lesum, syngjum, segjum þulur/vísur, spilum og leikum okkur. Farið verður yfir veðrið daglega þar sem allskonar hugtök eru rædd.                          Haldið verður áfram með bangsann Engilráð sem fer heim 2x yfir skólaárið. Með henni fylgir dagbók og eru foreldrar hvattir til að ræða saman við barnið hvað var gert saman með Engilráð og skrifa það í dagbókina. Á mánudögum lesum við bókina og börnunum finnst gaman að heyra hvað aðrir voru að gera með Engilráð og geta því sprottið upp skemmtilegar umræður innan hópsins en einnig vakið athygli og skilning á að við erum ólík. Þetta verkefni skapar tengsl milli heimilis og skóla.

Skipulögð hreyfistund verður 1x í viku á mánudagsmorgnum og svo verður farið í frjálsa hreyfistundir eftir hádegi á föstudögum. Unnið verður með grófhreyfingar, samhæfingu, þol, jafnvægi, kasta, liti, fara eftir fyrirmælum og ýmiskonar hugtök. T.d. undir, yfir, uppi, niðri, hoppa, rúlla og skríða.Sept-25-17-

Við munum vinna mikið með fínhreyfingar og æfa okkur í að perla, pinna, púsla, rífa og klippa.

Tónlist verður hluti af námi barnanna þar sem börnin æfa sig í að klappa eftir takti og rythma. Við lærum nýja söngva og dönsum hreyfilög og spilum á hljóðfæri.

Í starfi okkar viljum við stuðla að sjálfstæði, frumkvæði og góðri sjálfsmynd barnanna. Unnið verður með félagsleg tengsl, samvinnu, umhyggju og virðingu.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica