Fréttir og tilkynningar

Leikskólinn Álfatún er 5 deilda leikskóli sem rekinn er af Kópavogsbæ.  Hann dregur nafn sitt af götunni sem hann stendur við og tók til starfa 1. október 2001.

Leikskólinn er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og er í beinum tengslum við útivistarsvæðin í dalnum.  Í Álfatúni dvelja nú 84 börn með mislangan dvalartíma.

Í leikskólanum Álfatúni er mikil áhersla lögð á málörvun, hreyfingu og skapandi starf.