Sími 441 5500 

Endurmenntun starfsmanna

Endurmenntun starfsmanna Álfatúns

Við í Álfatúni teljum það mjög mikilvægt að starfsfólk hafi tækifæri til að eflast, vaxa og þroskast í starfi.  Mikilvægur þáttur í þeirri viðleitni er endurmenntun starfsmanna.


Á skólaárinu 2017-2018 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar:

Herdís sérkennslustjóri tók þátt í vinnustofum Dr. Karen Toussaint um áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar og kennslu félagslegrar hegðunar til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun en samtök um atferlisgreiningu stóðu fyrir þeim.


Á skólaárinu 2016-2017 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar:

Alcinda matráður fór á námskeiðið Áhrif matar á hegðun barna, heilsu og líðan.

Brynja deildarstjóri á Björk fór á námskeiðið Menningarnæmi og fjölmenning.

Elena á Bóli fór á námskeið um þjónustu við börn með heilatengda sjónskerðingu.

Fanney á Bóli fór á námskeiðið Skapmikil börn.

Guðrún Viktoría deildarstjóri á Læk fór á námskeið um útikennslu.

Gunnhildur deildarstjóri á Bóli fór á námskeið um útikennslu og skráningu á námsferli barna.

Herdís sérkennslustjóri hefur farið á fyrirlesturinn Samræðulestir - lifandi lestraraðferð, Málþroski og læsi - færni til framtíðar, Menningarnæmi og fjölmenning.  Einnig sat hún námskeið um þjónustu við börn með heilatengda sjónskerðingu .

Jana á Bóli hefur þetta skólaárið sótt eftirfarandi námskeið, Læsið mitt, Að lesa og leika, list er góð, Tengsl málþroska og lesskilnings, Málþroski og læsi - færni til framtíðar og Samræðulestur - lifandi lestraraðferði.  

Lilja leikskólastjóri fór á námskeiðin Kvíði barna og Menningarnæmi og fjölmenning.

Silja deildarstjóri á Lind fór á námskeiðið Kvíði barna.


Á skólaárinu 2015-2016 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar:

Birta á Lind hefur stundað nám í Leikskólabrú í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. 

Herdís sérkennslustjóri hóf meistaranám í sérkennslufræðum í Háskóla Íslands.


Á skólaárinu 2014-2015 leituðu eftirfarandi starfsmenn sér viðbótarþekkingar til að bæta við þekkingu sína og færni:

 Alcinda matráður og Gunnfríður aðstoð í eldhúsi sóttu námskeið í Iðunni fræðslusetri þar sem fjallað var um sjálfbærni, minnkun á matarsóun og hvað starfsfólk eldhúsa getur lagt af mörkun varðandi þetta mikilvæga efni.

Silja deildarstjóri á Lind og Lilja leikskólastjóri sátu námskeið Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríksins um Tákn með tali.

Elín á Læk fór á námskeiðið Kynning á leikskólastarfi sem er námskeið fyrir nýtt starfsfólk leikskóla Kópavogs og einnig á námskeiðið Málörvandi spil og leikir.

Herdís sérkennslustjóri sat námskeið Tölvumiðstöðvar fatlaðra um notkun spjaldtölva í sérkennslu, námskeið Þroska- og hegðunarstöðvar um uppeldi barna með ADHD og einnig fyrirlestur frá Barnavernd og Áttunni - uppeldisráðgjöf um samstarf við leikskóla. Einnig hefur hún setið námskeiðið Klókir krakkar hjá Þroska- og hegðunarstöð en það fjallar um börn með kvíða.

Nína þroskaþjálfi á Hlíð fór á námskeið Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins um skipulagða kennslu, það er kennslu einhverfra barna út frá TEACCH líkaninu.

Allt starfsfólk í Álfatúni fór í janúar 2015 á námskeið í skyndihjálp.