Sími 441 5500 

Hlíð

Hlíð

Beinn sími 441 5512

Í haust byrjuðu á deildinni 13 börn,  4 fædd árið 2013 og 9 árið 2014. 

Börnin skiptust í þrjá hópa Kisu- Músa og Hvolpahóp.

Í vetur hefur verið mikið um rannsóknar- og könnunarvinnu, þar sem við lékum með vatn og snjó, ljós og skugga, greinar og lauf og ýmislegt fleira í umhverfinu.

Einnig höfum við unnið mikið með læsi, þar sem við lesum í náttúruna og í myndir.  Leikum okkur með þulur og ljóð og lesum mikið.  

 Annar rauður þráður var verkefnið „ég sjálf/ur“. Við ræddum saman um okkur sjálf, líkamshluta, áhugamál og fjölskyldur.  

Í vetur höfum við einnig verið dugleg að koma fram í salnum á fagnaðarfundum og leikið ýmsar sögur og ljóð.