Sími 441 5500 

Björk

 Björk 

Beinn sími 441 5511

Björk er deild yngstu barnanna í Álfatúni. 

Í haust byrjuðu 8 börn á deildinni og eru þau fædd árið 2016.

Markmið starfsfólks Bjarkar er að börn og foreldrar finni fyrir trausti til starfsfólks og alls leikskólans.                   

Að öll samskipti einkennist af virðingu og fjölbreytileiki allra fái að blómstra. Við leggjum upp með að börnin fái það atlæti sem styrkir sjálfstraust þeirra og sjálfsálit. Hafi tækifæri til að prófa fjölbreyttan efnivið og upplifa nýjar áskoranir.

Hér hefur verið mikil málörvun, lesið og sungið í litlum og stórum hópum,  dansað, hoppað og hlegið. Við málum, teiknum, leirum, púslum, sullum í vatni, leikum með ljós og skugga ofl.  Börnin læra að leika með öðrum börnum og tilheyra stórum hóp sem leikskóli er.

Utanaðkomandi listafólk hefur komið  árlega og verið með leiksýningar og leikstundir sem allir njóta.

Útiloftið er okkur lífsnauðsynlegt, því förum við út á hverjum degi. Þar eflast börnin í hreyfiþroska og skynjun á náttúrunni.Þetta vefsvæði byggir á Eplica