Sími 441 5500 

Fréttir og tilkynningar

Skipulagsdagur í Álfatúni á þriðjudaginn / Staff planning day on Tuesday - 11.3.2018

Við minnum á að leikskólinn er lokaður þriðjudaginn 13. mars vegna sameiginlegs skipulagsdags leik- og grunnskóla hverfisins.


Á dagskrá skipulagsdagsins er að þessu sinni deildarfundir og sameiginlegir fundur allra starfsmanna þar sem upplýsingum er miðlað.  Brunaæfing verður haldin og allir starfsmenn taka þátt í skyndihjálparnámskeiði sem haldin eru annað hvort ár.


Lesa meira

Um leikskólalóðina okkar!  /About our playground! - 9.3.2018

Hafinn er undirbúningur að endurbótum á leikskólalóðinni okkar eins og sjá má hér að neðan.  Preparations are being made by the municipaly regarding remodeling our playground.

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs / Orange alert due to weather - 21.2.2018

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og er því tilkynning 2 virkjuð.


Tilkynning

„Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri.
Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs og lögreglu höfuðborgarsvæðisins bs.“


Enska
Announcement 2. In the morning because of bad weather.

Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.
Further information on Facebook („Slökkvilið and lögreglu höfuðborgarsvæðisins“)

Alþjóðleg vika móðurmáls / International week of mother tongues - 20.2.2018Um 100 móðurmál eru töluð á Íslandi. UNESCO leggur ríka áherslu á réttinn til móðurmálsins og mikilvægi þess fyrir einstaklinginn og menningu þjóða.

Íslenska er móðurmál flestra sem búa á Íslandi en alls ekki allra. Margir eru tví- eða fjöltyngdir. Öll móðurmál og önnur mál sem töluð eru á Íslandi og erlend tungumál sem við lærum í skólum mynda saman tungumálaforða Íslands. Hann er okkur dýrmætur. Ríkulegur tungumálaforði endurspeglar fjölbreytta menningu og er lykill að farsælum samskiptum við umheiminn.


Í Álfatúni leggjum við áherslu á lestur bóka í viku móðurmálsins eins og alltaf og hvetjum foreldra til eiga góða stund með börnum sínum við lestur bóka.

Settir hafa verið upp bókaormar á öllum hæðum leikskólans þar sem börnin og fjölskyldur þeirra geta skráð hvað þau lesa saman.  Einnig höfum við gert það betur sýnilegt hvaða bækur eru lesnar í skólanum með börnunum daglega.


English text below

Lesa meira

Öskudagskemmtun í Álfatúni / Ash Wednesday fun in Álfatún - 12.2.2018

Miðvikudaginn 14. febrúar verðum við með okkar árlegu Öskudagsskemmtun í leikskólanum.  Börn og starfsfólk geta mætt í furðufötum í leikskólann, kötturinn er sleginn úr tunnunni og við dönsum öll saman.   

Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Skírdagur / Share-Thursday 29.3.2018

Álfatún er lokað í dag Skírdag / Álfatún is closed today on Share-Thursday

 

Annar í páskum / Easter Monday 2.4.2018

Leikskólinn er lokaður í dag / Álfatún is closed today

 

Alþjóðlegi barnabókadagurinn / International childrens book day 3.4.2018

Alþjóðlegi barnabókadagurinn er haldinn ár hvert á afmælisdegi H.C. Andersen 2. apríl og er honum ætlað að hvetja fólk til lesturs og sérstaklega barnabókum.  Við höldum upp á daginn hér í Álfatúni degi síðar (þriðjudaginn 3. apríl) þar sem leikskólinn er lokaður 2. apríl, annan í páskum.  Börnin geta komið með bók í skólinn á þriðjudeginum (vinsamlega merkið bækurnar).  Við hvetjum einnig foreldra til þess að lesa með börnum sínum daglega til að augða orðaforða þeirra og skilning á tungumálinu.              English below.

 

Fleiri atburðir