Sími 441 5500 

Fréttir og tilkynningar

Appelsínugul viðvörun vegna veðurs / Orange alert due to weather - 21.2.2018

Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og er því tilkynning 2 virkjuð.


Tilkynning

„Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri.
Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs og lögreglu höfuðborgarsvæðisins bs.“


Enska
Announcement 2. In the morning because of bad weather.

Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.
Further information on Facebook („Slökkvilið and lögreglu höfuðborgarsvæðisins“)

Alþjóðleg vika móðurmáls / International week of mother tongues - 20.2.2018Um 100 móðurmál eru töluð á Íslandi. UNESCO leggur ríka áherslu á réttinn til móðurmálsins og mikilvægi þess fyrir einstaklinginn og menningu þjóða.

Íslenska er móðurmál flestra sem búa á Íslandi en alls ekki allra. Margir eru tví- eða fjöltyngdir. Öll móðurmál og önnur mál sem töluð eru á Íslandi og erlend tungumál sem við lærum í skólum mynda saman tungumálaforða Íslands. Hann er okkur dýrmætur. Ríkulegur tungumálaforði endurspeglar fjölbreytta menningu og er lykill að farsælum samskiptum við umheiminn.


Í Álfatúni leggjum við áherslu á lestur bóka í viku móðurmálsins eins og alltaf og hvetjum foreldra til eiga góða stund með börnum sínum við lestur bóka.

Settir hafa verið upp bókaormar á öllum hæðum leikskólans þar sem börnin og fjölskyldur þeirra geta skráð hvað þau lesa saman.  Einnig höfum við gert það betur sýnilegt hvaða bækur eru lesnar í skólanum með börnunum daglega.


English text below

Lesa meira

Öskudagskemmtun í Álfatúni / Ash Wednesday fun in Álfatún - 12.2.2018

Miðvikudaginn 14. febrúar verðum við með okkar árlegu Öskudagsskemmtun í leikskólanum.  Börn og starfsfólk geta mætt í furðufötum í leikskólann, kötturinn er sleginn úr tunnunni og við dönsum öll saman.   

Lesa meira

Niðurstöður könnunar um sumarlokun / Results of Summer Closing survey  - 8.2.2018

sun

Niðurstöður könnunar um sumarlokun Álfatúns liggja nú fyrir.  Mikill meirihluti foreldra, eða 70% völdu seinna tímabilið sem boðið var upp á og því lokar leikskólinn klukkan 13:00 þann 11. júlí og opnar aftur 9. ágúst kl. 13:00.

Hægt er að sjá frekari upplýsingar um kosninguna ef smellt er hér að neðan.

Lesa meira

Okkar Kópavogur / Our Kópavogur - 29.1.2018

Við viljum minna ykkur á að kosning í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur stendur nú yfir. 100 verkefni, 20 í hverju hverfi, eru í kosningu. 200 milljónum verður varið til framkvæmda á verkefnunum. Íbúar Kópavogs, 16 ára og eldri, geta tekið þátt.

 

Á kosningavef verkefnisins er hægt að skoða verkefnin og kjósa:  http://kosning2018.kopavogur.is

 

Á vef Kópavogsbæjar er hægt að lesa nánar um verkefnið: https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ibuaverkefni/okkar-kopavogur Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Alþjóðleg vika móðurmáls / International week of mother tongues 19.2.2018 - 23.2.2018


 

Bingó í Snælandsskóla / Bingo in Snælandsskóli 1.3.2018

Starfsfólk Álfatúns undirbýr nú námsferð til Spánar þar sem við kynnum okkur kennsluaðferðina Leikur að læra þar sem allt námsefni er kennt í gegnum leik og Núvitund í leik og starfi auk þess að heimsækja tvo leikskóla.  Bingó verður haldið í Snælandsskóla sem hluti af fjáröflun starfsmanna.  Hefst bingóið kl. 17:00 í Snælandsskóla þann 1. mars.

 

Fjölmenningardagar í Álfatúni / Multicultural days in Álfatún 7.3.2018 - 9.3.2018

Dagskrá kynnt er nær dregur / Program will follow shortly

 

Skipulagsdagur í Álfatúni / Staff planning day 13.3.2018

Leikskólinn er lokaður í dag / Álfatún is closed for staff planning day 

 

Skírdagur / Share-Thursday 29.3.2018

Álfatún er lokað í dag Skírdag / Álfatún is closed today on Share-Thursday

 

Fleiri atburðir