Sími 441 5500 

Fréttir og tilkynningar

Ný gjaldskrá leikskóla Kópavogs hefur tekið gildi - 1.1.2018

Myndir frá jólaballi foreldrafélagsins eru komnar inn á síðuna okkar / Photos from the Parents Union Christmas Dance are now on our web-page - 14.12.2017

Búið er að setja nokkrar myndir sem teknar voru á bráðskemmtilegu jólaballi foreldrafélags Álfatúns inn á síðuna okkar og eru þær að finna undir hlekknum MYNDEFNI - Myndir frá foreldrafélagi en einnig getið þið smellt hérEf þið eigið einhverjar skemmtilegar myndir sem þið viljið deila með okkur frá jólaballinu þá megið þið endilega láta okkur vita ;) Lesa meira

Jólaball foreldrafélagsins / The Parents Union Christmas dance - 7.12.2017

jolaballJólaball foreldrafélagsins verður haldið í matsal Snælandsskóla laugardaginn 9.desember milli kl. 11:00 – 13:00. Von er á leynigesti og góðum gestum úr fjöllunum í heimsókn!

Heit kaffi og kakó verða á könnunni, ásamt öðru góðgæti.

Hlökkum til að sjá ykkur

*ALLIR VELKOMNIR*

Lesa meira

Við minnum á aðventukaffi í Álfatúni á morgun / Our Advent celebration is tomorrow - 4.12.2017

Við minnum á aðventukaffið okkar í Álfatúni á morgun þriðjudag kl. 15:00 og vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga með okkur skemmtilega stund.  

Bestu kveðjur, börn og starfsfólk Álfatúns.
Lesa meira

Við áttum afmæli í gær / It was our birthday yestarday - 2.11.2017

Í gær héldu börn og starfsfólk upp á 16 ára afmæli leikskólans Álfatúns.  Haldinn var fagnaðarfundur í salnum þar sem afmælissöngurinn var sunginn hástöfum fyrir leikskólann undir stjórn elstu barnanna í leikskólanum.   
En það var ekki bara afmælisdagur leikskólans, Edina á Læk átti 10 ára starfsafmæli og þær Guðrún Viktoría á Læk, Eva Dögg á Lind, Lilja leikskólastjóri og Linda aðstoðarleikskólastjóri áttu allar 5 ára starfsafmæli. 

Börnin voru mörg með skreyttar afmæliskórónur skólanum til heiðurs og í kaffitímanum voru kanilsnúðar sem flestir voru nú ánægðir með!  Hægt er að skoða myndir sem teknar voru á fagnaðarfundinum með því að smella hér.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Bóndadagur í Álfatúni / Farmers day in Álfatún 19.1.2018

Börnin á Álfatúni bjóða feðrum sínum og öfum í þjóðlega morgunhressingu á föstudaginn milli 8:30 og 9:00.  Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að eiga með okkur skemmtilega stund.

On Friday the children in Álfatún invite their fathers and grandfathers to come and join them and have a taste of Icelandic "delecacies" from 8:30 to 9:00.  We hope that you are able to come and spend time with us.

 

Fleiri atburðir