Sími 441 5500 

Fréttir og tilkynningar

Við áttum afmæli í gær / It was our birthday yestarday - 2.11.2017

Í gær héldu börn og starfsfólk upp á 16 ára afmæli leikskólans Álfatúns.  Haldinn var fagnaðarfundur í salnum þar sem afmælissöngurinn var sunginn hástöfum fyrir leikskólann undir stjórn elstu barnanna í leikskólanum.   
En það var ekki bara afmælisdagur leikskólans, Edina á Læk átti 10 ára starfsafmæli og þær Guðrún Viktoría á Læk, Eva Dögg á Lind, Lilja leikskólastjóri og Linda aðstoðarleikskólastjóri áttu allar 5 ára starfsafmæli. 

Börnin voru mörg með skreyttar afmæliskórónur skólanum til heiðurs og í kaffitímanum voru kanilsnúðar sem flestir voru nú ánægðir með!  Hægt er að skoða myndir sem teknar voru á fagnaðarfundinum með því að smella hér.

Aðalfundur foreldrafélags Álfatúns / The Parents Union annual meeting - 2.11.2017

annuncioAðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn í salnum á miðhæð Álfatúns mánudaginn 6. nóvember milli 8:15 og 9:00.

Skólastjórnendur verða einnig á fundinum og eru til svars um málefni skólans.


Auglýst er eftir fleiri foreldrum sem eru tilbúnir til að starfa í stjórn foreldrafélagsins. Foreldrafélagið stendur fyrir ýmsum viðburðum á skólaárinu, svo sem jólatrésskemmtun, páskaeggjaleit, sveitaferð og sumarhátíð.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa í stjórn og foreldraráði skólans gefi sig fram við Lilju leikskólastjóra fyrir fundinn eða á fundinum sjálfum. Vinna í foreldrafélagi skólans er mjög góð leið til að kynnast öðrum foreldrum á leikskólanum. 

 

Von um góða þáttöku, foreldrafélag Álfatúns.

Text in English under Lesa meira.

Lesa meira

Skipulagsdagur í Álfatúni  6. október / Staff Planning day in Álfatún 6th of October. - 5.10.2017

Á morgun er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags allra leik- og grunnskóla í hverfinu.

Á dagskrá skipulagsdags eru meðal annars fundir deilda, fyrirlestur um barnavernd frá Velferðarsviði Kópavogsbæjar og  hópaumræður um jafnrétti í leikskólastarfi.  Við óskum ykkur góðrar helgar og hlökkum til að hitta ykkur á mánudagsmorgun.

Lesa meira

Frá Kópavogsbæ  - 3.10.2017

Kópavogsbær starfrækir eldhús í öllum sínum leikskólum þar sem matur er eldaður fyrir  leikskólabörnin. Foreldrar fylgjast vel með matnum sem er á boðstólum í leikskólanum hverju sinni og gera kröfur um að fæði barnanna sé gott, heilnæmt og án aukefna. Starfsfólk eldhúsa leggur sig fram um koma til móts við breyttar áherslur og ýmisskonar fæðuóþol og -ofnæmi. 


Til að stuðla að góðu fæði og styðja við starfsmenn eldhúsa var ákveðið að ganga til samninga við Skóla ehf. um kaup á næringarstefnu þeirra ásamt matseðlum og uppskriftabanka. Matseðlarnir eru unnir af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi Skóla í takt við opinberar ráðleggingar um matarræði og næringarefni. Þar sem mismunandi næringarefni koma úr mismunandi matvælum er lögð áhersla á fjölbreytni í fæðuvali. 


Í anda lýðheilsustefnu Kópavogs verður lögð áhersla á að allur matur sé unnin frá grunni í eldhúsum leikskólanna sem auðveldar alla vinnu vegna ofnæmisfæðis. 

Lesa meira

Álfatún er lokað mánudaginn 21. ágúst / Álfatún is closed on Monday the 21st of August - 16.8.2017

Við minnum á skipulagsdaginn sem er sameiginlegur öllum leikskólum og grunnskóla hverfisins.  
We want to remind you that there is a planning day in all the preschools and elementary schools of the neighbourhood on Monday.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Brúðuleikhússýning fyrir börnin  / Puppetshow for the children 30.11.2017

Í dag býður foreldrafélag Álfatúns börnunum upp á brúðleikhússýningu Bernd Ogrodnik um pönnukökuna hennar Grýlu.  Sýningin hefst kl. 10:00 og gott væri ef börnin væru komin í leikskólann fyrir þann tíma ef mögulegt er.


Today the Parents Union invites the children of Álfatún to see Bernd Ogrodnik´s puppetshow about Grýla´s pancake.  The show will start at 10:00 and if possible, we ask that the children arrive before that time.
 

Rauður dagur í Álfatúni / Red day in Álfatún 1.12.2017

Í dag er rauður dagur í Álfatúni.  Gaman væri ef börnin kæmu í einhverju rauðu í tilefni dagsins!

Today is a red day in Álfatún.  It would be fun if the children could come to school wearing something red today!

 

Aðventustund með foreldrum í Álfatúni / Advent celebration with Parents in Álfatún 5.12.2017

Börnin í Álfatúni bjóða foreldrum sínum til aðventustundar í Álfatúni í dag.  Boðið er upp á kakó og piparkökur milli klukkan 15:00 og 16:00. Börnin á Bóli bjóða foreldrum sínum í salinn kl. 15:00.


The children in Álfatún invite their parents to an Advent Celebration in Álfatún today.  Hot cocoa and gingerbread cookies are on offer between 15:00 and 16:00.  The children of Ból invite their parents to come at 15:00 til our hall on the middle floor.
 

Jólaball foreldrafélagsins / Parents Union Christmas Dance 9.12.2017

jolaballÍ dag verður jólaball foreldrafélagsins haldið í matsal Snælandsskóla milli 11:00 og 13:00.  Von er á góðum gestum úr fjöllunum í heimsókn!  


Today the Parents Union Christmas Dance will be held in Snælandsskóli between 11:00 and 13:00.  We are expecting some great guests from the mountains for a visit. 
 

Jólatré leikskólans skreytt / Álfatún´s Christmas tree decorated 14.12.2017

Í dag munu allar deildar skreyta jólatré Álfatúns / Today the children are decorating our Christmas tree.

 

Fleiri atburðir