Sími 441 5500 

Fréttir og tilkynningar

Skipulagsdagur í Álfatúni  6. október / Staff Planning day in Álfatún 6th of October. - 5.10.2017

Á morgun er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags allra leik- og grunnskóla í hverfinu.

Á dagskrá skipulagsdags eru meðal annars fundir deilda, fyrirlestur um barnavernd frá Velferðarsviði Kópavogsbæjar og  hópaumræður um jafnrétti í leikskólastarfi.  Við óskum ykkur góðrar helgar og hlökkum til að hitta ykkur á mánudagsmorgun.

Lesa meira

Frá Kópavogsbæ  - 3.10.2017

Kópavogsbær starfrækir eldhús í öllum sínum leikskólum þar sem matur er eldaður fyrir  leikskólabörnin. Foreldrar fylgjast vel með matnum sem er á boðstólum í leikskólanum hverju sinni og gera kröfur um að fæði barnanna sé gott, heilnæmt og án aukefna. Starfsfólk eldhúsa leggur sig fram um koma til móts við breyttar áherslur og ýmisskonar fæðuóþol og -ofnæmi. 


Til að stuðla að góðu fæði og styðja við starfsmenn eldhúsa var ákveðið að ganga til samninga við Skóla ehf. um kaup á næringarstefnu þeirra ásamt matseðlum og uppskriftabanka. Matseðlarnir eru unnir af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi Skóla í takt við opinberar ráðleggingar um matarræði og næringarefni. Þar sem mismunandi næringarefni koma úr mismunandi matvælum er lögð áhersla á fjölbreytni í fæðuvali. 


Í anda lýðheilsustefnu Kópavogs verður lögð áhersla á að allur matur sé unnin frá grunni í eldhúsum leikskólanna sem auðveldar alla vinnu vegna ofnæmisfæðis. 

Lesa meira

Álfatún er lokað mánudaginn 21. ágúst / Álfatún is closed on Monday the 21st of August - 16.8.2017

Við minnum á skipulagsdaginn sem er sameiginlegur öllum leikskólum og grunnskóla hverfisins.  
We want to remind you that there is a planning day in all the preschools and elementary schools of the neighbourhood on Monday.

Sumarlokun Álfatúns / Summer vacation in Álfatún - 6.7.2017

Kæru vinir.

Nú er skólaárinu alveg að ljúka en leikskólinn lokar föstudaginn 7. júlí kl.13:00.  Börn og starfsfólk eru þegar farin að týnast í sumarfrí en við höfum þó haft nóg fyrir stafni. 

Á þriðjudaginn fengum við góða gesti í heimsókn en það voru krakkarnir í Götuleikhúsinu sem komu til okkar en um er að ræða sumarstarf unglinga í Kópavogi.  Þau léku fyrir okkur og þótti börnunum flestum leikritið bráðskemmtilegt.   


Við óskum börnunum í Álfatúni og fjölskyldum þeirra alls hins besta í sumarfíinu og hlökkum svo til að hitta ykkur aftur þann 8. ágúst kl. 13:00.

Lesa meira

Takk fyrir skemmtilega samverustund / Thanks for a great day - 24.6.2017

Á fimmtudaginn hélt foreldrafélag Álfatúns sína árlegu sumarhátíð.  Það var margt um manninn og ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel.  Hægt er að skoða myndir sem teknar voru á sumarhátíðinni með því að fara á undirsíðuna viðburðir í Álfatúni eða með því að smella hér.

On Thursday the Parents association held its annual summerfestival.  There were a lot of people that came and everybody seemed to have a great time!.  You can se some pictures that were taken at the festival if you click here.
Lesa meira

Fréttasafn


Atburðir framundan

Alþjóðlegi bangsadagurinn / International Teddy Bear Day 27.10.2017

Í dag er alþjóðlegi bangsadagurinn.  Sú hefð hefur skapast í Álfatúni að börnin komi með bangsa með sér í skólann þennan dag sem tekur þátt í leikskólalífinu með þeim.  Gott er að merkja bangsann eiganda sínum svo hann rati örugglega aftur heim.

Today is the International Teddy Bear Day.  It is our tradition in Álfatún that the children can bring their own Teddy Bear to school on this day and it takes part in their daily life in Álfatún.  It is good to write down the name on the owner on the Teddy Bear.

 

Afmælisdagur Álfatúns / Álfatúns birthday 1.11.2017

balloons

Í dag höldum við upp á 16 ára afmæli leikskólans Álfatúns.

Today we celebrate Álfatúns 16th year as preschool.
 

Grænn dagur í Álfatúni / Green day in Álfatún 8.11.2017

Í dag er grænn dagur í Álfatúni og ætlum við að læra og leika með græna litinn í dag.  Gaman væri ef börnin kæmu í einhverju grænu í dag ef möguleiki er á.  / Today is a green day in Álfatún and we are going to learn about and play with the colour geren.  If the children have something in the green it would be fun if they came to school wearing it today.

 

Dagur íslenskrar tungu / Icelandic language day 16.11.2017

 

Fleiri atburðir